Hraunið í Öskju rann sem bráðið smjör

Öskjuvatn. Stór vök hefur vakið athygli og verið sett í …
Öskjuvatn. Stór vök hefur vakið athygli og verið sett í samhengi við að hugsanlega sé eldstöðin að vakna eftir áratugalangan dvala. mbl.is/Árni Sæberg

Landris í Öskju, sem vænt­an­lega má rekja til kviku­hreyf­inga djúpt í iðrum jarðar, hef­ur á síðustu mánuðum mælst um einn milli­metri á dag. Þróun þessi fór af stað í ág­úst 2021 og hef­ur hald­ist óslitið síðan.

„Landrisið sem mælst hef­ur að und­an­förnu er mjög reglu­legt en hraði þess er ekki sér­lega mik­ill. Var mun meiri til dæm­is í Kröflu­eld­um þegar land við Leir­hnjúk og þar í kring reis að jafnaði um fimm milli­metra á dag. Í þeim at­b­urðum urðu alls níu eld­gos á níu árum,“ seg­ir Páll Ein­ars­son jarðeðlis­fræðing­ur.

Stór­kost­leg­ir og ótrú­leg­ir

Á 20. öld gaus nokkr­um sinn­um og má sjá litla hraun­bleðla víða á svæðinu sem þá urðu til, t.d. Báts­hraun, Kvíslahraun, Suður­botna­hraun, Horn­f­irðinga­hólma, Mý­vetn­inga­hraun, Ólafs­gíga­hraun og Þor­valds­hraun. Flest gos­in sáust illa eða ekki úr byggð.

Síðast gaus í Öskju haustið 1961, það er norðan­vert í Dyngju­fjöll­um þar sem nú heita Vikra­borg­ir. Gosið stóð í rúm­an mánuð og um­merki þess eru úfið ap­al­hraun. Á flesta mæli­kv­arða var þetta ekki stórt gos, en sam­tíma­lýs­ing­ar í Morg­un­blaðinu voru sterk­ar.

„Eld­stólp­arn­ir eru stór­kost­leg­ir, ótrú­leg­ir. Hraun­straum­ur­inn er svo stór­kost­leg­ur að við höf­um aldrei séð neitt því­líkt. Hraunið renn­ur eins og bráðið smjör,“ hafði blaðið eft­ir Agn­ari Kof­oed-Han­sen flug­mála­stjóra. Hvað kann svo að ger­ast nú veit eng­inn, nema að eld­gos eru í háska­leik sín­um alltaf stór­brot­in.

Ítar­legri um­fjöll­un er að finna á síðu 14 í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert