Mikill samdráttur varð í sölu á þorrabjór í Vínbúðunum þetta árið. Sölutímabilinu lauk formlega hinn 18. febrúar og seldust alls 23.480 lítrar af þorrabjór í ár. Það er umtalsvert minna en á sama tíma í fyrra þegar 48.972 lítrar seldust. Nemur samdrátturinn 52%.
Ef salan í ár er borin saman við söluna síðustu fimm ár á undan hefur hún ekki verið svo dræm á þessu tímabili. Lægst fór hún í upphafi kórónuveirubylgjunnar árið 2020 þegar ríflega 24 þúsund lítrar af þorrabjór seldust. Þó hefur aldrei verið meira úrval af þorrabjór en í ár.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.