Jón Björn greiðir fasteignagjöldin afturvirkt

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Ljósmynd/Aðsend

Fjár­mála­stjóri Fjarðabyggðar hef­ur samið við Jón Björn Há­kon­ar­son, frá­far­andi bæj­ar­stjóra Fjarðabyggðar, um að greiða sam­tals 72.504 krón­ur aft­ur­virkt í fast­eigna­gjöld af sum­ar­húsi sínu í Fjarðabyggð. Þetta kem­ur fram í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs Fjarðabyggðar frá því í gær. Aust­ur­frétt greindi fyrst frá.

Eins og mbl.is greindi frá óskaði Jón Björn eft­ir því að láta af störf­um fyr­ir rúmri viku síðan vegna ásak­ana um að hafa látið und­ir höfuð leggj­ast að greiða fast­eigna­gjöld af sum­ar­húsi sínu í sveit­ar­fé­lag­inu. 

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu mun Jón Björn greiða fast­eigna­gjöld aft­ur­virkt frá þeim tíma sem samþykkt deili­skipu­lag lá fyr­ir. Um er að ræða fast­eigna­gjöld fyr­ir árin 2019, 2020, 2021 og 2022 sam­tals að upp­hæð 72.504 kr., sem er í sam­ræmi við álagn­ingu miðað við fast­eign­ar­mat út­gefið af Hús­næðismála­stofn­un.

Lang­vinn­ar deil­ur land­eig­anda sem Jón Björn hafi ekki komið að 

Málið er rakið í minn­is­blaði fjár­mála­stjóra, sem lá fyr­ir fund­in­um. Kom það fyrst til árið 2006 og var land­eig­anda þá strax veitt bráðabirgðal­eyfi fyr­ir um­rædd­um sum­ar­hús­um í landi Fann­ar­dals.

Lang­vinn­ar deil­ur land­eig­anda við sveit­ar­fé­lagið hafi síðan gert að verk­um að vinna við deili­skipu­lag jarðar­inn­ar dróst á lang­inn og þar af leiðandi var ekki hægt að ljúka skrán­ingu eigna á svæðinu fyrr en 2018, þegar deili­skipu­lag svæðis­ins var samþykkt. Seg­ir í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs að „Jón Björn Há­kon­ar­son hafði enga aðkomu að þeim deil­um, var ekki á nein­um tíma­punkti eig­andi jarðar­inn­ar og gat því lítið aðhafst til að ljúka skrán­ingu á sínu húsi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert