Lagareldi gæti orðið ný efnahagsleg stoð

Húsfyllir var þegar skýrsla um lagareldi var kynnt í dag.
Húsfyllir var þegar skýrsla um lagareldi var kynnt í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðað við þær for­send­ur sem ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Bost­on Consulting Group gef­ur sér við gerð skýrslu um stöðu og framtíð lagar­eld­is á Íslandi er niðurstaðan sú að eldið geti orðið að nýrri efna­hags­legri stoð á Íslandi.

Skýrsla er­lenda ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins var unn­in fyr­ir mat­vælaráðuneytið og var hún kynnt í dag. Lagar­eldi er yf­ir­heiti yfir fisk­eldi í sjókví­um, í land­eld­is­stöðvum og á út­haf­inu ásamt rækt­un og nýt­ingu smáþör­unga og stórþör­unga.

Niðurstaða skýrsl­unn­ar er að mik­il tæki­færi geti fal­ist í að byggja upp lagar­eldi á Íslandi. Í framtíðinni gæti ­at­vinnu­grein­in orðið stór hluti af ís­lensku hag­kerfi. Breyt­ing­ar á stjórn­sýslu og reglu­verki muni styðja við að vöxt­ur grein­ar­inn­ar geti orðið sjálf­bær. Sér­stak­lega mik­il­vægt sé að laga nú­ver­andi reglu- og eft­ir­litsum­hverfi að því mark­miði að draga úr um­hverf­isáhrif­um, sér­stak­lega í sjókvía­eldi. Auk þess njóti nýrri grein­ar, svo sem land­eldi, út­hafseldi og þör­unga­eldi, góðs af sér­stök­um reglur­amma til að greiða fyr­ir fjár­fest­ingu og áætlana­gerð til lengri tíma.

Í skýrsl­unni kem­ur fram það álit að með örum vexti í sjókvía­eldi sé orðinn til vís­ir að stórri at­vinnu­grein. Áfram er bú­ist við að eft­ir­spurn eft­ir afurðum auk­ist á heimsvísu. Ísland búi við góð nátt­úru­leg skil­yrði til áfram­hald­andi vaxt­ar. Mögu­leik­ar Íslands til verðmæta­sköp­un­ar á næstu tíu árum séu því um­tals­verðar.

Skýrsl­an er liður í að móta stefnu stjórn­valda í mál­efn­um lagar­eld­is á Íslandi og lýsti Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra ánægju sinni með vinn­una að baki skýrsl­unni á blaðamanna­fundi í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert