Landsbyggðarliðin þurfa áfram að koma suður

Gettu betur
Gettu betur Af vef RÚV

Hvorki úr­slita­keppni Gettu bet­ur né undanúr­slit verða hald­in utan suðvest­ur­horn lands­ins, þrátt fyr­ir að tveir af þeim fjór­um skól­um sem keppa í undanúr­slit­un­um séu lands­byggðarskól­ar og ann­ar þeirra muni keppa í úr­slit­un­um.

Í ár mun skóli utan höfuðborg­ar­svæðis­ins og Ak­ur­eyr­ar keppa í úr­slit­un­um í fyrsta sinn, síðan Fjöl­braut­ar­skóli Suður­lands bar sig­ur úr být­um fyrsta ár keppn­inn­ar árið 1986.

Úrslit keppn­inn­ar í ár verða hald­in í Hljóma­höll­inni í Reykja­nes­bæ eins og mbl.is hef­ur greint frá en keppn­in hef­ur verið hald­in í sjón­varps­sal RÚV síðustu ár. Gísli Berg fram­leiðandi á RÚV seg­ir það mest­megn­is vera af sök­um tak­mark­anna vegna far­ald­urs­ins. Við lent­um í því veseni að við gát­um ekki verið að fara, en það hef­ur oft verið skoðað hjá okk­ur hvort við gæt­um farið út úr húsi, en það hef­ur verið smá á ís hjá okk­ur út af covid.“ 

Stefán Pálsson.
Stefán Páls­son. Ljós­mynd/​mbl.is

Stefán Páls­son sagn­fræðing­ur og Gettu bet­ur sér­fræðing­ur sagði í sam­tali við mbl.is að hon­um þætti gam­an að sjá RÚV leggja land und­ir fót fyr­ir úr­slita­keppni Gettu bet­ur. Hann vís­ar til fyrri tíðar þegar úr­slita­keppn­ir voru haldn­ar í íþrótta­hús­um lands­ins.  

„Ein­hver al­magnaðasta Gettu bet­ur keppni í sög­unni var úr­slita­keppn­in árið 1992 þegar MA og VMA kepptu fyr­ir troðfullu íþrótta­hús­inu á Ak­ur­eyri. Ég held að þar hafi verið í kring­um þrjú þúsund manns, ekk­ert bara nem­end­ur skól­anna held­ur líka annað fólk úr bæn­um.“  

Gísli seg­ir að ekki sé úti­lokað að úr­slita­keppn­in verði hald­in út á landi í framtíðinni. Aðspurður hvort hann telji það geta dregið fleiri áhorf­end­ur að ef úr­slit­in eru hald­in nær heima­velli lands­byggðarskól­anna, seg­ir hann það al­veg vera mögu­legt. Ýmsir þætt­ir spili hins veg­ar inn í valið á Hljóma­höll­inni. 

„Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við mun­um skoða, og við ætl­um bara að prufa hvernig það tekst að vera með úr­slita­keppn­ina út úr húsi núna. Þetta er nátt­úru­lega bara flók­in keppni tækni­lega séð. Kannski aðeins meira en hún var í gamla daga.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert