Landsbyggðarliðin þurfa áfram að koma suður

Gettu betur
Gettu betur Af vef RÚV

Hvorki úrslitakeppni Gettu betur né undanúrslit verða haldin utan suðvesturhorn landsins, þrátt fyrir að tveir af þeim fjórum skólum sem keppa í undanúrslitunum séu landsbyggðarskólar og annar þeirra muni keppa í úrslitunum.

Í ár mun skóli utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar keppa í úrslitunum í fyrsta sinn, síðan Fjölbrautarskóli Suðurlands bar sigur úr býtum fyrsta ár keppninnar árið 1986.

Úrslit keppninnar í ár verða haldin í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ eins og mbl.is hefur greint frá en keppnin hefur verið haldin í sjónvarpssal RÚV síðustu ár. Gísli Berg framleiðandi á RÚV segir það mestmegnis vera af sökum takmarkanna vegna faraldursins. Við lentum í því veseni að við gátum ekki verið að fara, en það hefur oft verið skoðað hjá okkur hvort við gætum farið út úr húsi, en það hefur verið smá á ís hjá okkur út af covid.“ 

Stefán Pálsson.
Stefán Pálsson. Ljósmynd/mbl.is

Stefán Pálsson sagnfræðingur og Gettu betur sérfræðingur sagði í samtali við mbl.is að honum þætti gaman að sjá RÚV leggja land undir fót fyrir úrslitakeppni Gettu betur. Hann vísar til fyrri tíðar þegar úrslitakeppnir voru haldnar í íþróttahúsum landsins.  

„Ein­hver al­magnaðasta Gettu bet­ur keppni í sög­unni var úr­slita­keppn­in árið 1992 þegar MA og VMA kepptu fyr­ir troðfullu íþrótta­hús­inu á Ak­ur­eyri. Ég held að þar hafi verið í kring­um þrjú þúsund manns, ekk­ert bara nem­end­ur skól­anna held­ur líka annað fólk úr bæn­um.“  

Gísli segir að ekki sé útilokað að úrslitakeppnin verði haldin út á landi í framtíðinni. Aðspurður hvort hann telji það geta dregið fleiri áhorfendur að ef úrslitin eru haldin nær heimavelli landsbyggðarskólanna, segir hann það alveg vera mögulegt. Ýmsir þættir spili hins vegar inn í valið á Hljómahöllinni. 

„Þetta er klárlega eitthvað sem við munum skoða, og við ætlum bara að prufa hvernig það tekst að vera með úrslitakeppnina út úr húsi núna. Þetta er náttúrulega bara flókin keppni tæknilega séð. Kannski aðeins meira en hún var í gamla daga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert