Óvelkominn inni á stofnun

Lögreglan var kölluð til og manninum vísað út.
Lögreglan var kölluð til og manninum vísað út. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla var kölluð inn á stofnun í austurborginni í dag vegna manns sem var þar óvelkominn. Var honum vísað út, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekið var á gangandi vegfaranda í hverfi 105, sem slapp með minniháttar meiðsli. Þá var lögregla kölluð til vegna manns í annarlegu ástandi í verslun í Vesturbænum og honum vísað þaðan út.

Stakk af eftir árekstur

Tvö innbrot voru framin í Hafnarfirði í dag, annars vegar í verslun en hins vegar vinnuskúr og er óvíst hverju var stolið þar.

Þá varð árekstur í austurhluta borgarinnar í dag og var lögregla kölluð til þegar viðkomandi flúði vettvang. Vitað er hver sá er og er málið í hefðbundnum farvegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert