Óvelkominn inni á stofnun

Lögreglan var kölluð til og manninum vísað út.
Lögreglan var kölluð til og manninum vísað út. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regla var kölluð inn á stofn­un í aust­ur­borg­inni í dag vegna manns sem var þar óvel­kom­inn. Var hon­um vísað út, að því er fram kem­ur í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Ekið var á gang­andi veg­far­anda í hverfi 105, sem slapp með minni­hátt­ar meiðsli. Þá var lög­regla kölluð til vegna manns í ann­ar­legu ástandi í versl­un í Vest­ur­bæn­um og hon­um vísað þaðan út.

Stakk af eft­ir árekst­ur

Tvö inn­brot voru fram­in í Hafnar­f­irði í dag, ann­ars veg­ar í versl­un en hins veg­ar vinnu­skúr og er óvíst hverju var stolið þar.

Þá varð árekst­ur í aust­ur­hluta borg­ar­inn­ar í dag og var lög­regla kölluð til þegar viðkom­andi flúði vett­vang. Vitað er hver sá er og er málið í hefðbundn­um far­vegi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert