Rigning eða súld í dag

Spáð er rigningu eða súld en þurrt verður um landið …
Spáð er rigningu eða súld en þurrt verður um landið norðaustanvert. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spáð er suðlægri átt, 8-15 metrum á sekúndu, og rigningu eða súld með köflum en heldur hægari vindur og þurrt verður um landið norðaustanvert.

Snýst í suðvestan 8-15 m/s eftir hádegi með skúrum eða slydduéljum, en bjartviðri verður norðaustan- og austanlands. Hiti verður á bilinu 3 til 8 stig. Styttir upp og kólnar í kvöld.

Á morgun verður suðlæg átt og 5-13 m/s en 10-15 norðan til. Yfirleitt verður léttskýjað en þykknar upp vestan til síðdegis með lítilsháttar vætu annað kvöld. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig yfir daginn.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert