Rigning eða súld í dag

Spáð er rigningu eða súld en þurrt verður um landið …
Spáð er rigningu eða súld en þurrt verður um landið norðaustanvert. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spáð er suðlægri átt, 8-15 metr­um á sek­úndu, og rign­ingu eða súld með köfl­um en held­ur hæg­ari vind­ur og þurrt verður um landið norðaust­an­vert.

Snýst í suðvest­an 8-15 m/​s eft­ir há­degi með skúr­um eða slydduélj­um, en bjartviðri verður norðaust­an- og aust­an­lands. Hiti verður á bil­inu 3 til 8 stig. Stytt­ir upp og kóln­ar í kvöld.

Á morg­un verður suðlæg átt og 5-13 m/​s en 10-15 norðan til. Yf­ir­leitt verður létt­skýjað en þykkn­ar upp vest­an til síðdeg­is með lít­ils­hátt­ar vætu annað kvöld. Hiti verður á bil­inu 0 til 5 stig yfir dag­inn.

Veður­vef­ur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert