„Þá hefði ég bara tæmt hylkið“

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

„Þá hefði ég bara tæmt hylkið,“ sagði 24 ára gam­all maður sér til máls­bóta eft­ir að játað að hafa skotið mann og konu við Þórðarsveig í Grafar­holti þann 10. fe­brú­ar á síðasta ári. Vildi hann með þessu koma því á fram­færi að hann hafi ekki ætlað sér drepa mann­inn og kon­una þegar réðst á þau með skot­vopni. 

Þetta er meðal þess sem kom fram í aðalmeðferð máls­ins í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag. Sak­sókn­ari hef­ur ákært mann­inn fyr­ir til­raun til mann­dráps en hann hef­ur neitað sök í þeim lið. Þegar hef­ur hann játað á sig vopna­laga­brot og stór­fellda lík­ams­árás.  

Notaði 22 kali­bera byssu 

Fjög­ur vitni voru kölluð fyr­ir dóm­inn. Hinn ákærði, fórn­ar­lömb­in í mál­inu en annað þeirra er fyrr­ver­andi kær­asta hins ákærða og vin­ur hins ákærða sem var með hon­um í bíln­um um­rædda nótt þegar árás­in átti sér stað.

Máls­at­vik eru skýr í meg­in­drátt­um. Þannig hafi hinn ákærði skotið mann sem hann kall­ar „óvin“ sinn til 8 ára þegar á bíla­plani við Þórðarsveig í Grafar­holti. Hinn ákærði var þar stadd­ur í bíl sín­um fyr­ir fram­an heim­ili fyrr­ver­andi kær­ustu sinn­ar á milli 3-4 um nótt­ina. Var bíll­inn kyrr­stæður í bíla­stæði þegar inn á planið kom 25 ára gam­all maður í leigu­bíl sem hinn ákærði seg­ist hafa átt í útistöðum við um nokkra hríð. Maður­inn var þarna kom­inn til að hitta fyrr­ver­andi kær­ustu hins ákærða. Tók hún á móti hon­um við bíl­inn.  

Hinn ákærði kallaði til fyrr­ver­andi kær­ustu sína. Þar sem skugg­sýnt var úti sáu þau ekki hver það var sem kallaði og hóf maður­inn úr leigu­bíln­um göngu í átt að bíln­um. Eft­ir nokkra metra gang  skaut hinn ákærði tveim­ur skot­um af  tæp­lega 40 metra færi úr farþega­sæti bíls­ins. Hann hæfði kon­una sem er tví­tug í kviðinn og mann­inn í lærið.

Fyr­ir dómi seg­ir hinn ákærði að árás­in hafi beinst af mann­in­um. Hann seg­ir að þeir hafi verið í sitt­hvor­um vina­hópn­um sem höfðu átt í átök­um. Ekki hafi verið ætl­un­in að skjóta ungu kon­una og að hann hefði ekki áttað sig á því fyrr en eft­ir á að hún hefði fengið kúlu í sig. 

Tók öxi og byssu með á rúnt­inn  

Í vitna­leiðslu kem­ur fram að hinn ákærði hafi fengið veður af því að fyrr­ver­andi kær­ast­an og meint­ur óvin­ur hafi talað sam­an. Óttaðist hinn ákærði að eig­in sögn að maður­inn vildi leita hann uppi og að fyrr­ver­andi kær­ast­an myndi sína hon­um hvar hann ætti heima. 

Þvi hafi hann farið á rúnt­inn og tekið með tösku sem inni­hélt byssu og öxi. Eft­ir nokkra stund lögðu þeir á bíla­stæði fyr­ir utan heim­ili kon­unn­ar.  Þegar leigu­bíll­inn renn­ur í hlað seg­ist hann hafa kallað á fyrr­ver­andi kær­ustu sína. Við það gekk maður­inn í átt að bíl hins ákærða. Hinn ákærði seg­ir að sér liði eins og hon­um hafi verið ógnað. Í fyrstu hafi hann ætlað að taka öxi sem var í bíln­um. Hins veg­ar hafi hann þá séð byss­una og ákveðið að skjóta brotaþola í fót­inn.

Hann taldi sig ekki hafa hitt í fyrstu og skaut því að nýju og hæfði mann­inn. „Það er eng­inn að fara að drepa neinn með 22 kali­bera byssu af þessu færi,“ er haft erf­ir hinum ákærða fyr­ir dómn­um. Þó kem­ur fram í máli ákæru­valds­ins að skotið hafi farið í gegn­um fót manns­ins og staðnæmst í leigu­bíln­um.  

Keypti byssu á Tel­egram eft­ir Rauðagerðismálið

Hinn ákærði sagði aðspurður fyr­ir rétti að hann hefði ákveðið að kaupa byss­una í kjöl­far Rauðagerðismáls­ins svo­kallaða þar sem maður var myrt­ur fyr­ir utan heim­ili sitt með skot­vopni. 

„Eft­ir þetta dæmi í Rauðagerði þar sem vin­ur minn var skot­inn er  fullt af byss­um í um­ferð,“ seg­ir hann. Þá seg­ir hann að albansk­ar klík­ur hér á landi séu gjarn­an með byss­ur við hönd og því hafi hann fengið sér byssu til að verja sig.

Hann seg­ir að það hafi verið til­vilj­un að byss­an hafi verið í tösk­unni um­rætt kvöld. Vitni seg­ir þó að hann hafi tekið tösk­una með sér skömmu áður en þeir ákváðu að halda á rúnt­inn.  

„Ég á enga óvini“ 

Næsta vitni var brotaþoli sem er á 26. ára. Kann­ast hann ekki við að hann og hinn ákærði séu óvin­ir. Eitt­hvað hafi verið um að þeim hafi lent sam­an en það hafi verið fyr­ir löngu síðan. „Ég á enga óvini,“ seg­ir hann. 

Seg­ir hann að um­rætt kvöld hafi hann eng­an veg­inn áttað sig á því að byssa væri að skjóta í átt að hon­um. Hann hafi gengið í átt að bíln­um til að reyna að átta sig á því hver færi þar. „Ég hélt að þetta væri flug­eldi. Svo var ég í hvít­um bux­um og ég sá ekk­ert blóð þegar ég fann höggið á löpp­inni. Þá hélt ég að þetta væri loft­byssa,“ seg­ir hann.  

Seg­ir hann við ópið hafi maður­inn hætt gang að bíln­um. Því næst hafi þau farið inn í leigu­bíl og leigu­bíls­stjór­inn ákveðið að bruna með þau upp á Slysvarn­ar­deild LSH. Hann hafi sjálf­ur ekki gert sér grein fyr­ir því að þetta væri hinn ákærði en ung­an kon­an hafi strax nefnt það.  

Í ljós kom að kúl­an fór í gegn­um læri manns­ins. Hann seg­ir að hann hafi fengið „shock“ fyrst eft­ir þetta. Hann var hins veg­ar svo láns­sam­ur að geta yf­ir­gefið slysa­deild­ina síðar um kvöldið. Sér­stak­lega hafi verið erfiðar klukku­stund­ir þegar hann vissi að unga kon­an og verðandi kær­asta var í „neyðaraðgerð.“ 

Kallaði til stúlk­unn­ar

Í mynd­bandi úr leigu­bíln­um sem birt var fyr­ir dómn­um má heyra tvo hvelli og í fram­hald­inu mátti heyra óp í ungu kon­unni sem fékk byssu­kúlu í kviðinn. Fyr­ir það er eitt­hvað sem þau heyra sem fær þau til þess að horfa í þá átt. Í fram­hald­inu heyr­ast tveir hvell­ir. 

Seg­ir kon­an að hún hafi vitað stax að þarna væri hinn ákærði á ferð jafn­vel þótt þau hafi ekki séð hann þar sem skugg­sýnt var þetta kvöld. 

Unga kon­an sagði í vitna­leiðslu að hinn ákærði hefði margsinn­is hótað henni þegar þau voru í sam­bandi. Þannig hafi hann meðal ann­ars hótað henni líf­láti. Hún seg­ist hafa ótt­ast það að hann myndi láta úr hót­un­um verða. Hann hafi meðal ann­ars tekið hana hálstaki og verið með byssu í kring­um hana sem henni stafaði ógn af.  

Fyr­ir dómi kom fram í máli skurðlækn­is að áverki ungu kon­unn­ar hafi verið lífs­hættu­leg­ur. Kúl­an hafi farið í neðri hluta kviðar­holls. Hún fór í bráðaaðgerð en bú­ist er við því að hún nái full­um bata.  Hún sýni hins veg­ar ein­kenni áfall­a­streiturösk­un­ar vegna skotárás­ar­inn­ar og frek­ari kynna af hinum ákærða að mati sál­fræðings.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert