Þingveislu frestað vegna verkfalls

Þingveislu hefur verið frestað.
Þingveislu hefur verið frestað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingveislu hefur verið frestað fram í maí vegna verkfalls hótelstarfsfólks í Eflingu. Veislan átti að fara fram á Grand hóteli á föstudaginn en hótelið er hluti af keðju Íslandshótela, sem verkfallsaðgerðir ná til. Vísir greindi fyrst frá.

Þetta staðfestir Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, í samtali við mbl.is. Ekki hefur verið ákveðið hvar veislan mun fara fram eða nákvæm tímasetning hennar að hennar sögn en þeir þættir skýrast á næstunni. 

Þingveisla fór ekki fram vorið 2019, vegna verkfalla sem boðuð voru á hótelum. Ekkert varð af veislunni þar sem ekki tókst að finna henni dagsetningu það árið, að því er Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi þingforseti staðfesti í samtali við mbl.is á þeim tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert