Unnur nýr ungmennafulltrúi hjá SÞ

Unnur mun koma til með að sækja 78. allsherjarþing Sameinuðu …
Unnur mun koma til með að sækja 78. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. Ljósmynd/Ari Páll

Unnur Lárusdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra námsmanna erlendis hjá LUF, Landssambandi ungmennafélaga, var kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda á sambandsþingi LUF sem fram fór um helgina.

Mun Unnur því koma til með að sækja 78. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september í umboði ungs fólks á Íslandi. Þetta segir í tilkynningu frá LUF.

Samstarf LUF, félags SÞ á Íslandi og utanríkisráðuneytisins

Skipun ungmennafulltrúans og þátttaka hans er samstarf LUF, Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytisins, að því er segir í tilkynningunni.

Unnur mun gegna embættinu þar til nýr fulltrúi tekur við að ári liðnu og mun fram að því sitja í alþjóðaráði LUF, samráðsvettvangi aðildafélaga þess er varðar alþjóðlegt starf. Þá var Sól­veig Ástu­dótt­ir Daðadótt­ir, for­seti Q – fé­lags­ins, kjörin varafulltrúi.

Sendinefndin skipar nú sex fulltrúa; á sviði mannréttinda, loftslagsmála, sjálfbærar þróunar, barna og ungmenna, sviði kynjajafnréttis og á sviði mennta, vísinda og menningar.

Unnur ásamt Geir Finnssyni, forseta LUF og Sólveigu Ástudóttur Daðadóttur, …
Unnur ásamt Geir Finnssyni, forseta LUF og Sólveigu Ástudóttur Daðadóttur, sem kjörin var varafulltrúi. Ljósmynd/Ari Páll

Rík reynsla af málaflokkinum

Unnur býr yfir reynslu af réttindabaráttu ungs fólks á sviði mannréttindum og hefur meðal annars setið í stjórn UN Women á Íslandi, auk þess sem hún hefur sótt ráðstefnur á vegum European Youth Parliament.

Útskrifaðist hún meðal annars með gráðu í þvegfaglegri stjórnmálafræði frá Amsterdam-háskóla síðasta vor. Lokaverkefni hennar fjallaði um alþjóðleg lög um flóttafólk þar sem greint var stöðu kvenkyns hælisleitenda í Danmörku út frá sjónarmiðum mannréttinda- og jafnréttissjónarmiðum.

Að auki hefur Unnur starfað við rannsóknir á mannréttindum og réttindum barna hjá UNICEF og félagsmálaráðuneytinu þar sem hún kannaði innleiðingu á barnvænu hagsmunamati.

Kvaðst Unnur í ræðu sinni spennt fyrir verkefninu og nefndi …
Kvaðst Unnur í ræðu sinni spennt fyrir verkefninu og nefndi þar sér í lagi að tala fyrir mannréttindum flóttafólks, í ljósi þeirra verkefna sem loftslagsváin kynni að hafa í för með sér. Ljósmynd/Ari Páll

„Til viðbótar við fyrra nám stunda ég nú meistaranám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands þar sem ég hyggst halda áfram að sérhæfa mig á sviði mannréttinda, en í vor mun ég einnig ljúka diplómanámi í hagnýtri jafnréttisfræði. Kynjajafnrétti er einnig eitt af þeim málefnum sem ég brenn sérstaklega fyrir,“ sagði Unnur í ræðu sinni á sambandsþinginu.

Kvaðst Unnur spennt fyrir verkefninu og nefndi þar sér í lagi að tala fyrir mannréttindum flóttafólks, í ljósi þeirra verkefna sem loftslagsváin kynni að hafa í för með sér. Sagði hún viðkvæmustu og jaðarsettustu hópana ættu í sérstakri hættu á því að að brotið yrði á mannréttindum þeirra.

„Það er verkefni sem ég mun sinna af öllu hjarta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert