Unnur nýr ungmennafulltrúi hjá SÞ

Unnur mun koma til með að sækja 78. allsherjarþing Sameinuðu …
Unnur mun koma til með að sækja 78. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. Ljósmynd/Ari Páll

Unn­ur Lár­us­dótt­ir, full­trúi Sam­bands ís­lenskra náms­manna er­lend­is hjá LUF, Lands­sam­bandi ung­menna­fé­laga, var kjör­in ung­menna­full­trúi Íslands hjá Sam­einuðu þjóðunum á sviði mann­rétt­inda á sam­bandsþingi LUF sem fram fór um helg­ina.

Mun Unn­ur því koma til með að sækja 78. alls­herj­arþing Sam­einuðu þjóðanna í New York í sept­em­ber í umboði ungs fólks á Íslandi. Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá LUF.

Sam­starf LUF, fé­lags SÞ á Íslandi og ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins

Skip­un ung­menna­full­trú­ans og þátt­taka hans er sam­starf LUF, Fé­lags Sam­einuðu þjóðanna á Íslandi og ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Unn­ur mun gegna embætt­inu þar til nýr full­trúi tek­ur við að ári liðnu og mun fram að því sitja í alþjóðaráði LUF, sam­ráðsvett­vangi aðilda­fé­laga þess er varðar alþjóðlegt starf. Þá var Sól­veig Ástu­dótt­ir Daðadótt­ir, for­seti Q – fé­lags­ins, kjör­in var­a­full­trúi.

Sendi­nefnd­in skip­ar nú sex full­trúa; á sviði mann­rétt­inda, lofts­lags­mála, sjálf­bær­ar þró­un­ar, barna og ung­menna, sviði kynja­jafn­rétt­is og á sviði mennta, vís­inda og menn­ing­ar.

Unnur ásamt Geir Finnssyni, forseta LUF og Sólveigu Ástudóttur Daðadóttur, …
Unn­ur ásamt Geir Finns­syni, for­seta LUF og Sól­veigu Ástu­dótt­ur Daðadótt­ur, sem kjör­in var var­a­full­trúi. Ljós­mynd/​Ari Páll

Rík reynsla af mála­flokk­in­um

Unn­ur býr yfir reynslu af rétt­inda­bar­áttu ungs fólks á sviði mann­rétt­ind­um og hef­ur meðal ann­ars setið í stjórn UN Women á Íslandi, auk þess sem hún hef­ur sótt ráðstefn­ur á veg­um Europe­an Youth Parlia­ment.

Útskrifaðist hún meðal ann­ars með gráðu í þveg­fag­legri stjórn­mála­fræði frá Amster­dam-há­skóla síðasta vor. Loka­verk­efni henn­ar fjallaði um alþjóðleg lög um flótta­fólk þar sem greint var stöðu kven­kyns hæl­is­leit­enda í Dan­mörku út frá sjón­ar­miðum mann­rétt­inda- og jafn­rétt­is­sjón­ar­miðum.

Að auki hef­ur Unn­ur starfað við rann­sókn­ir á mann­rétt­ind­um og rétt­ind­um barna hjá UNICEF og fé­lags­málaráðuneyt­inu þar sem hún kannaði inn­leiðingu á barn­vænu hags­muna­mati.

Kvaðst Unnur í ræðu sinni spennt fyrir verkefninu og nefndi …
Kvaðst Unn­ur í ræðu sinni spennt fyr­ir verk­efn­inu og nefndi þar sér í lagi að tala fyr­ir mann­rétt­ind­um flótta­fólks, í ljósi þeirra verk­efna sem lofts­lags­vá­in kynni að hafa í för með sér. Ljós­mynd/​Ari Páll

„Til viðbót­ar við fyrra nám stunda ég nú meist­ara­nám í alþjóðasam­skipt­um við Há­skóla Íslands þar sem ég hyggst halda áfram að sér­hæfa mig á sviði mann­rétt­inda, en í vor mun ég einnig ljúka diplóma­námi í hag­nýtri jafn­rétt­is­fræði. Kynja­jafn­rétti er einnig eitt af þeim mál­efn­um sem ég brenn sér­stak­lega fyr­ir,“ sagði Unn­ur í ræðu sinni á sam­bandsþing­inu.

Kvaðst Unn­ur spennt fyr­ir verk­efn­inu og nefndi þar sér í lagi að tala fyr­ir mann­rétt­ind­um flótta­fólks, í ljósi þeirra verk­efna sem lofts­lags­vá­in kynni að hafa í för með sér. Sagði hún viðkvæm­ustu og jaðar­sett­ustu hóp­ana ættu í sér­stakri hættu á því að að brotið yrði á mann­rétt­ind­um þeirra.

„Það er verk­efni sem ég mun sinna af öllu hjarta.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert