Vaxtahækkun „eins og að pissa í skóinn sinn“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir er þingkona Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir er þingkona Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. mbl.is/Hákon

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að vaxtahækkanir væru „eins og að pissa í skóinn sinn.“ Hún vill meina að það sé verið að laga tímabundinn vanda með því að skapa sér enn stærri vanda í komandi framtíð.

Ásthildur Lóa setti fram fjölda dæma um aðrar aðferðir til að sporna gegn verðbólgu og fylgikvillum hennar.

Sagði hún að sú 10% verðbólga sem mældist í vikunni kosti heimili um 10.000 til 50.000 kr á mánuði en að það séu gjöld sem flest hemili geti staðist.

Það er tala sem flest heimili munu standast en þegar 130–200.000 kr. leggjast ofan á það vegna vaxtahækkana er um að ræða allt annað mál. Þetta munu mörg heimili ekki standast til lengri tíma,“ bætti Ásthildur Lóa við.

Seðlabanki megi hugsa um fólkið í landinu

Hún nefndi sem dæmi ýmis önnur úrræði, sem Seðlabankinn hefði geta gripið til, sem hún telur betri en að hækka verðbólgu.

„Það hefði nú til dæmis verið hægt að beita vaxtahækkunum á markvísan hátt með því að hækka eingöngu vexti á nýjum lánum, það hefði verið hægt að taka upp þrepaskiptan skyldusparnað til að slá á einkaneyslu og auka sparnað þeirra sem skulda minna og eyða meira en vaxtahækkanir bíta síður ár.

Hún telur að Seðlabanki Íslands hefði betur átt að hlusta á seðlabankastjóra Evrópu sem hefur nú þegar sagt að verðbólgan muni minnka hvort sem seðlabankinn hækki vexti eða ekki.

Segir hún Seðlabanka Íslands hafa betur getað lagt áherslu á uppbyggingu á húsnæðismarkaði til þess að bregðast við helsta áhrifaþætti hárrar verðbólgu til lengri tíðar.

Seðlabankinn hefði mátt „hvetja stjórnvöld, banka og fyrirtæki að stilla arð sinn í hóf og taka þannig þátt í að halda niðri helstu áhrifum verðbólgu nú um stundir, að þeir ættu að sýna samfélaginu ábyrgð og virðingu.“

Hún telur að leiguþak á hvalrekaskatti og ofurgróða fyrirtækja hefði einnig verið ágætt úrræði.

„Síðast en ekki síst mætti seðlabanki hugsa um fólkið í landinu og afleiðingar þessarar rörsýnar hans á hag þeirra og velferð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert