Vaxtahækkun „eins og að pissa í skóinn sinn“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir er þingkona Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir er þingkona Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. mbl.is/Hákon

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, þing­kona Flokks fólks­ins, sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að vaxta­hækk­an­ir væru „eins og að pissa í skó­inn sinn.“ Hún vill meina að það sé verið að laga tíma­bund­inn vanda með því að skapa sér enn stærri vanda í kom­andi framtíð.

Ásthild­ur Lóa setti fram fjölda dæma um aðrar aðferðir til að sporna gegn verðbólgu og fylgi­kvill­um henn­ar.

Sagði hún að sú 10% verðbólga sem mæld­ist í vik­unni kosti heim­ili um 10.000 til 50.000 kr á mánuði en að það séu gjöld sem flest hem­ili geti staðist.

Það er tala sem flest heim­ili munu stand­ast en þegar 130–200.000 kr. leggj­ast ofan á það vegna vaxta­hækk­ana er um að ræða allt annað mál. Þetta munu mörg heim­ili ekki stand­ast til lengri tíma,“ bætti Ásthild­ur Lóa við.

Seðlabanki megi hugsa um fólkið í land­inu

Hún nefndi sem dæmi ýmis önn­ur úrræði, sem Seðlabank­inn hefði geta gripið til, sem hún tel­ur betri en að hækka verðbólgu.

„Það hefði nú til dæm­is verið hægt að beita vaxta­hækk­un­um á markvís­an hátt með því að hækka ein­göngu vexti á nýj­um lán­um, það hefði verið hægt að taka upp þrepa­skipt­an skyldu­sparnað til að slá á einka­neyslu og auka sparnað þeirra sem skulda minna og eyða meira en vaxta­hækk­an­ir bíta síður ár.

Hún tel­ur að Seðlabanki Íslands hefði bet­ur átt að hlusta á seðlabanka­stjóra Evr­ópu sem hef­ur nú þegar sagt að verðbólg­an muni minnka hvort sem seðlabank­inn hækki vexti eða ekki.

Seg­ir hún Seðlabanka Íslands hafa bet­ur getað lagt áherslu á upp­bygg­ingu á hús­næðismarkaði til þess að bregðast við helsta áhrifaþætti hárr­ar verðbólgu til lengri tíðar.

Seðlabank­inn hefði mátt „hvetja stjórn­völd, banka og fyr­ir­tæki að stilla arð sinn í hóf og taka þannig þátt í að halda niðri helstu áhrif­um verðbólgu nú um stund­ir, að þeir ættu að sýna sam­fé­lag­inu ábyrgð og virðingu.“

Hún tel­ur að leiguþak á hval­reka­skatti og of­ur­gróða fyr­ir­tækja hefði einnig verið ágætt úrræði.

„Síðast en ekki síst mætti seðlabanki hugsa um fólkið í land­inu og af­leiðing­ar þess­ar­ar rör­sýn­ar hans á hag þeirra og vel­ferð.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert