Eldur í húsi á Tálknafirði

Slökkvilið Vesturbyggðar á vettvangi í morgun.
Slökkvilið Vesturbyggðar á vettvangi í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Eldur kom upp í tveggja hæða húsi á Tálknafirði nú í morgun. Slökkvilið Vesturbyggðar var kallað út hefur eldurinn nú verið slökktur, en unnið er að reykræstingu. Íbúar voru ekki heima þegar eldurinn kom upp og var húsið mannlaust að sögn slökkviliðsstjóra.

Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð, segir í samtali við mbl.is að kviknað hafi í á neðri hæð hússins og að mikill eldur hafi komið upp. Tilkynnt var um eldinn um klukkan 8 og hafi slökkvilið brotið upp hurð og náð að slökkva eldinn greiðlega. Hins vegar sé mikill reykur á neðri hæðinni og reykur einnig kominn á efri hæð og sé nú unnið að því að reykræsta.

Húsið er tvíbýli og segir Davíð að enginn hafi verið heima í hvorugri íbúðinni. Hann á von á því að slökkviliðið muni áfram vinna á vettvangi eitthvað áfram í dag.

Eldur kom upp í tvíbýlishúsi á Tálknafirði í morgun. Slökkvilið …
Eldur kom upp í tvíbýlishúsi á Tálknafirði í morgun. Slökkvilið náði að slökkva eldinn fljótt, en talsverður reykur er í húsinu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert