Katrín ósátt með miklar launahækkanir forstjóra

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra gagn­rýn­ir harðlega mikl­ar launa­hækk­an­ir for­stjóra skráðra fyr­ir­tækja á síðasta ári og seg­ir for­ystu­fólk í at­vinnu­líf­inu þurfa að ganga á und­an með góðu for­dæmi eiig að biðja launa­fólk um að axla ábyrð á stöðug­leika.

Í sam­an­tekt á Heim­ild­inni sem birt var í dag kem­ur fram að launa­hækk­un for­stjóra þeirra 15 fyr­ir­tækja sem hafa birt árs­upp­gjör síðasta árs nemi um 22% milli ára. Er þar einnig tekið mið af bón­us­greiðslum og önn­ur starfs­rétt­indi, en meðallaun for­stjór­anna voru 7,1 millj­ón á mánuði. Það er um­tals­vert um­fram al­menna hækk­un í fyrra, en sam­kvæmt Hag­stof­unni hækkaði launa­vísi­tal­an um rúm­lega 12% í fyrra.

Katrín seg­ir launakröf­ur al­menn­ings hafa verið mun hófstillt­ari en for­svars­manna í at­vinnu­líf­inu, en að ganga þurfi á und­an með góðu for­dæmi, sér­stak­lega í verðbólgu­ástandi eins og nú. „Mér finnst mik­il­vægt í þessu sam­hengi að minna á að hér eru ýms­ir for­ystu­menn í ís­lensku at­vinnu­lífi að tala um mik­il­vægi þess að launa­fólk axli ábyrgð á stöðug­leik­an­um. En það er ná­kvæm­lega þetta sem ég hef bent á þegar ég fæ tæki­færi til að ávarpa for­ystu­fólk í at­vinnu­líf­inu, hvort sem er á Viðskiptaþingi eða hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins. Það biður eng­inn launa­fólk að axla ábyrgð á stöðug­leik­an­um nema for­ystu­fólkið gangi á und­an með góðu for­dæmi. Og 22% hækk­un á laun­um for­stjóra í Kaup­höll­inni er auðvitað langt um­fram það sem venju­leg­ur launamaður get­ur reiknað með.“

Ljóst er að framund­an er at­kvæðagreiðsla um miðlun­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara í máli Efl­ing­ar og SA og þá losna samn­ing­ar á op­in­ber­um markaði síðar á ár­inu. Katrín seg­ir þess­ar töl­ur ekki gott vega­nesti inn í kjaraviðræðurn­ar. „Gleym­um því að þetta eru allt skamm­tíma­samn­ing­ar þannig að við okk­ur blas­ir í lok árs að gera samn­inga til lengri tíma til að tryggja efna­hags­lega far­sæld í ís­lensku sam­fé­lagið. Að sjálf­sögðu horf­ir launa­fólk til þess­ara talna,“ seg­ir hún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert