Ný miðlunartillaga kynnt í dag

Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA, …
Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA, þar sem Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru í forsvari. Samsett mynd

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, mun klukkan 10 í dag kynna nýja miðlunartillögu í viðræðum Eflingar og SA. Þetta staðfestir Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara við mbl.is.

Fundur verður haldinn í Karphúsinu þar sem miðlunartillagan verður lögð fram.

Þetta er önnur miðlunartillagan sem lögð er fram í deilum þessara aðila, en fyrri miðlunartillögu lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari fram. Efling afhenti hins vegar ekki kjörskrá sína og ekkert varð af því að greidd yrðu atkvæði um hana og að endingu sagði Aðalsteinn sig frá málinu og var Ástráður fenginn í staðinn inn.

SA og Efling komu til fundar á sunnudagskvöldið og sátu þar á fundum með Ástráði fram yfir miðnætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert