Beint: Meira og betra verknám

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mennta- og barnamálaráðherra heldur morgunverðarfund um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins í dag frá 8:30-10:00 í Nauthóli.

„Samkvæmt mati mennta- og barnamálaráðuneytisins á húsnæðisþörf í framhaldsskólum næstu tíu árin mun nemendum í starfsnámi fjölga verulega og nemendum í bóknámi fækka. Áform um uppbyggingu starfsnámsaðstöðu eru umfangsmikil og horfa til lengri tíma til að mæta þessari þörf,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. 

Fundurinn hefst á kynningu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, á áformunum. Í kjölfarið fara fram pallborðsumræður með fundargestum og fulltrúum skólameistara, framhaldsskólanema, atvinnulífsins, Alþýðusambandsins og ráðuneytisins

Hægt er að fylgj­ast með fund­in­um í beinu streymi hér fyr­ir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert