„Við erum kannski ekki stærsta nafnið en fólk er farið að þekkja vörumerkið ansi vel,“ segir Magnús Már Kristinsson, einn aðstandenda brugghússins Malbyggs sem fagnar fimm ára afmæli sínu um helgina.
Malbygg hefur verið í hópi vinsælustu handverksbrugghúsa á Íslandi frá stofnun þess enda eru margir þeirrar skoðunar að bjórar þess séu vel samanburðarhæfir við bjóra frá þekktum brugghúsum úti í heimi.
Fyrsti bjór Malbyggs var kynntur til sögunnar á árlegri bjórhátíð á Kex Hostel í febrúar 2018 og skömmu síðar fóru bjórar brugghússins að rata í Vínbúðina.
Síðan þá hafa 93 nýjar bjórtegundir litið dagsins ljós, hvorki meira né minna. Margar hafa notið mikilla vinsælda bjóráhugafólks, til að mynda Sopi, Kisi og Pardus.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.