Fjögur sóttu um embætti ráðuneytisstjóra

Nýr ráðuneytisstjóri verður skipaður í innviðaráðuneytið sem Sigurður Ingi Jóhannsson …
Nýr ráðuneytisstjóri verður skipaður í innviðaráðuneytið sem Sigurður Ingi Jóhannsson stýrir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjórar umsóknir bárust um embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins, sem auglýst var í janúar sl. Umsóknarfrestur rann út 31. janúar, en Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, skipar í embættið frá og með 1. maí. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is

Þriggja manna nefnd hefur verið skipuð til að meta hæfni umsækjenda. Í henni eiga sæti Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, formaður, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst og Kristján Skarphéðinsson, fv. ráðuneytisstjóri. 

Umsækjendur um stöðu ráðuneytisstjóra eru í stafrófsröð:

  • Halla Sigrún Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu
  • Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu
  • Sandra Brá Jóhannsdóttir, sérfræðingur og fv. sveitarstjóri
  • Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert