Fjöldi fólks barði gripina augum

Dekurkvöld Smáralindar stóð yfir frá 17-22 í kvöld.
Dekurkvöld Smáralindar stóð yfir frá 17-22 í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er bara geggjuð stemning hérna,“ sagði Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur þegar mbl.is sló á þráðinn til hennar, meðan hún stóð vaktina á dekurkvöldi Smáralindar ásamt fríðu föruneyti til þess að prenta, skoða og tala um píkur.

Þrívíddaprentarinn Þórdís Björgvinsdóttir var þegar búin að prenta tvö stykki og var þriðja á leiðinni þegar mbl.is náði á Indíönu.

„Það tekur klukkutíma að prenta hverja, þannig ætli við náum ekki svona fjórum, fimm.“ 

Verið var að prenta út þriðju píkuna þegar blaðamaður mbl.is …
Verið var að prenta út þriðju píkuna þegar blaðamaður mbl.is sló á þráðinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gjörningurinn er á vegum Libresse á Íslandi og er partur af átaki þeirra: „Lifi Píkan“. Auk Indíönu og Þórdísar tóku einnig þátt Ágústa Hrund Steinarsdóttir, markaðsstjóri dagvörusviðs hjá Nathan & Olsen, og Sólborg Guðbrandsdóttir, sem þekktust er fyrir samfélagsverkefni sitt: Fávitar.

„Fólk er bara geggjað til í þetta og mjög forvitið og spennt fyrir þessu,“ hélt Indíana áfram en fólk á öllum aldri hefur stoppað til þess að ýmist berja gripina augum, eða fræðast um píkuna.

Þar á meðal er ljósmyndari mbl.is, sem leit við og náði myndum af píkunum útprentuðu.

Gjörningurinn er á vegum Libresse á Íslandi og er partur …
Gjörningurinn er á vegum Libresse á Íslandi og er partur af átaki þeirra: „Lifi Píkan“. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekkert hættulegt við notkun orðsins

Indína segir að fólk ætti að vera óhrætt við að segja orðið „píka“, og kvað ekkert hættulegt eða dónalegt við það.

„Við erum alin upp við að „píka“ sé dónalegt orð – sem þetta er auðvitað ekki. Þetta á ekki bara við um Ísland,“ segir Indíana og nefnir að í ensku sé oftar en ekki notast við orðið „vagina“ í stað „vulva“.

Ungir sem aldnir hafa litið við og skoðað gripina.
Ungir sem aldnir hafa litið við og skoðað gripina. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Vagina þýðir leggöng. Eins og það sé eina hlutverk píkunnar að fæða barn, fara á túr og stunda kynlíf. Píkan er miklu magnaðra en það.“

Kveður hún fólk ekki fá nægilega fræðslu um píkuna, sem hún segist vilja bæta úr.

„Já, klárlega. Ég held það sé alltaf rými til þess.“

Indíana Rós kynfræðingur.
Indíana Rós kynfræðingur. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert