Forstjóri Arion banka reið fyrstur á vaðið

Benedikt Gíslason og Stefán Einar Stefánsson í fyrsta þætti Dagmála.
Benedikt Gíslason og Stefán Einar Stefánsson í fyrsta þætti Dagmála.

„Það hefur bæði verið gefandi og gaman að bjóða fólki úr ólíkum áttum í Dagmálasettið hjá okkur. Það hefur skapað nýjan og öflugan vettvang til skoðanaskipta í landinu og oft og tíðum varpað nýju og óvæntu ljósi á atburði dagsins og málefni sem annars hefðu ekki hlotið þá athygli sem þau eiga skilið,“ segir Stefán Einar Stefánsson, einn umsjónarmanna Dagmála, umræðuþátta sem hafa verið í loftinu á mbl.is í tvö ár fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

Fyrsti þátturinn fór í loftið í lok febrúar 2021, en þá var Benedikt Gíslason, forstjóri Arion banka, til viðtals hjá Stefáni Einari. Síðan þá hafa 550 þættir verið framleiddir og af þessu tilefni mun Árvakur gefa 550 vikupassa sem veita áskrift að Dagmálum og öðru efni Morgunblaðsins.

Þar gildir lögmálið fyrstur kemur, fyrstur fær. 

Breiður hópur blaðamanna

Studio M framleiðir þættina í myndveri Árvakurs í Hádegismóum. Tíu umsjónarmenn sjá um viðtöl í Dagmálum, en þar er fjallað um stjórnmál, viðskipti og efnahagsmál, listir og menningu, íþróttir, dægurmál og allt á milli himins og jarðar. Upp úr þáttunum hafa verið unnar þúsundir frétta sem birst hafa í Morgunblaðinu og á mbl.is.

„Viðtökur við þáttunum fóru strax fram úr björtustu vonum og greinilegt að áskrifendur Morgunblaðsins kunna vel að meta þessa nýjung. Við þróun og undirbúning þáttanna var leitast við að fá til liðs við þættina breiðan hóp blaðamanna af ritstjórn Morgunblaðsins og mbl.is, til að ná sem mestum fjölbreytileika í þættina,“ segir Freyr Hákonarson, verkefnisstjóri Studio M.

Auk þátta í myndveri hefur verið ferðast um landið vegna kosninga til þings og sveitarstjórna og þættir teknir upp þar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert