Fótbrotnaði ofarlega í fjallinu

Dóttirin hélt á skónum.
Dóttirin hélt á skónum. Ljósmynd/Björgunarsveitin

Björgunarsveitin Þorbjörn fylgdi mæðgum niður af Fagradalsfjalli í dag þar sem móðirin hafði fótbrotnað ofarlega í fjallinu.

Móðirin var lögð á börur og keyrð niður í svokölluðum buggybíl björgunarsveitarinnar. 

Dóttirin gekk á eftir og passaði skó móður sinnar, að því er fram kemur í tilkynningu björgunarsveitarinnar Þorbjörn.

Útkallið barst um klukkan 14 í dag og rúmlega klukkustund síðar var viðkomandi komin í sjúkrabíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert