Líkamsárás við Kirkjusand

Frá vettvangi á Kirkjusandi í dag.
Frá vettvangi á Kirkjusandi í dag. Ljósmynd/Aðsend

Einn maður var handtekinn vegna líkamsárásar við Kirkjusand í Reykjavík um hádegisbilið í dag.

Að sögn sjónarvottar var einn færður í sjúkrabíl á vettvangi og annar í lögreglubíl.

Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjón segir málið í rannsókn og enn á algjöru frumstigi. Hann gat þó staðfest að einn aðili hafi verið handtekinn og að hann sé nú vistaður í fangaklefa en ekki hafi verið tekin skýrsla af viðkomandi.

Ásmundur vildi ekki staðfesta neitt um alvarleika árásarinnar, mögulega áverka eða hvort fleiri hafi átt í hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert