Mál ASÍ gegn SA heldur áfram fyrir Félagsdómi

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég held að þetta sé það sem til þurfti til að koma þessari deilu áfram og reyna að ná niðurstöðu. Það er jákvætt í mínum huga að búið sé að höggva á þann hnút,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, um nýju miðlunartillöguna sem ríkissáttasemjari lagði fram í gær í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.

„Það er síðan fólksins að greiða atkvæði um tillöguna og segja sína skoðun,“ bætir hann við.

Að hans sögn verður málaferlum ASÍ gegn Samtökum atvinnulífsins eftir sem áður haldið til streitu fyrir Félagsdómi.

ASÍ stefndi SA á dögunum fyrir Félagsdómi til að fá verkbannið gegn félagsmönnum Eflingar dæmt ógilt.

„Málaferlin um verkbannið halda áfram hjá Félagsdómi og nú hefur Félagsdómur aðeins meira svigrúm í tíma og tímapressan er ekki alveg jafn mikil. En á meðan það er bara búið að fresta verkbanni er málið enn til staðar,“ segir hann.

 Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert