Ný upplýsingahraðbraut

Sæstrengirnir þrír sem liggja til Íslands
Sæstrengirnir þrír sem liggja til Íslands

Nýr sæstrengur á milli Írlands og Íslands, IRIS, var tekin í notkun í gær. Sæstrengurinn er á vegum Farice ehf. en fjarskiptafyrirtækið Míla sér um þjónustu yfir strenginn.

Sæstrengnum má lýsa sem eins konar upplýsingahraðbraut, en svartími skýjaþjónustu af ýmsum toga, eins og Facebook, Twitter og Netflix, verður mun hraðvirkari með tilkomu hans.  

Míla hefur samtengt alla fjarskiptastaði sína í Evrópu til að bæta öryggi útlandasambanda og hefur sett upp fjarskiptaaðstöðu í Dublin á Írlandi og mun því komast nær mikilvægum skýjaþjónustum hýstum á Írlandi eins og Amazon, Google og Microsoft. 

Með tilkomu IRIS eru fjarskiptaleiðir til Íslands nú orðnar þrjár talsins en fyrir eru sæstrengirnir FARICE, sem liggur til Bretlands, og DANICEsem liggur til Hollands.  

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka