Páskabjórinn fer í sölu í dag

Sala á páskabjór hefst í Vínbúðunum í dag.
Sala á páskabjór hefst í Vínbúðunum í dag. Ljósmynd/Colourbox

Sala á páskabjór hefst í Vínbúðunum í dag. Útlit er fyrir að 33 tegundir verði á boðstólum þetta árið. Það er sami fjöldi og í fyrra og ljóst er að dræm sala á þorrabjór hefur ekki dregið kjark úr íslenskum brugghúsum.

Samkvæmt yfirliti frá Vínbúðunum eru 30 af þessum bjórum íslenskir en þrír erlendir.

Eins og vant er bera páskabjórarnir margir skemmtileg nöfn. Þannig geta neytendur nú nælt sér í Páskaálf, Hérastubb, Kjaftæði og Páska Púka. Og ef það er ekki nógu spennandi gætu Óskar, Dymbilvikudjús, Pálmasunnudagshumlaþoka eða Eitt sett páskabjór mögulega komið til greina.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert