Kurr er meðal íbúa í Snæfellsbæ vegna boðarar lokunar pósthússins í Ólafsvík. Síðasti afgreiðsludagur póstafgreiðslunnar þar í bæ verður í lok maí næstkomandi.
Þaðan í frá verður bréfum og bögglum sem á svæðið berast dreift beint til viðtakenda eða sendingarnar settar í svonefnd póstbox sem víða hafa verið sett upp. Slík eru nú meðal annars komin í Ólafsvík og á Hellissand.
Auk Ólafsvíkur stendur til að loka afgreiðslu póstsins í Mjódd í Reykjavík. Þá verða gerðar breytingar á samstarfssamningum við þau sem sinnt hafa póstþjónustu í Hveragerði, Bolungarvík, Súðavík, Grenivík, Laugum í Þingeyjarsveit og Reykjahlíð í Mývatnssveit.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.