Snjónum misskipt milli svæða á hálendinu

Myndin er tekin úr flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF á dögunum er …
Myndin er tekin úr flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF á dögunum er vísindamenn könnuðu aðstæður við Öskju. mbl.is/Árni Sæberg

Snjósöfnun í vetur hefur verið nokkuð misskipt milli sunnan- og austanverðs hálendis Íslands. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Andra Gunnarssyni, verkefnisstjóra þróunar vatnsafls hjá Landsvirkjun.

Heilt yfir má segja á snjór sé vel undir meðalári á suðvestur- og norðvesturhluta hálendisins en á austurhluta hálendisins sé snjór að öllu jöfnu nærri eða yfir meðalári, segir Andri.

Sé tekið mið af stöðunni í dag megi gera ráð fyrir að vorleysingar á vatnasviðum Þjórsársvæðis og Blöndu verði vel undir meðaltali en yfir meðaltali á vatnasviðum Fljótsdalsstöðvar og Laxár. 

 Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert