Þrengt að sögukennslu í skólum

Fjölmenni sótti fund í fyrrakvöld þar sem rætt var um …
Fjölmenni sótti fund í fyrrakvöld þar sem rætt var um bága stöðu sögukennslu í skólum landsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrengt er að sögukennslu í skólum landsins og greinin er í harðri baráttu fyrir tilveru sinni. Þetta var fullyrt á fjölmennum fundi Sagnfræðingafélagsins í safnaðarheimili Neskirkju í fyrrakvöld.

Fundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Skapadægur sögukennslu?“ og fjallaði einkum um kennslu greinarinnar í framhaldsskólum.

Kvartað var yfir því að kennsluefni skorti og tíminn sem fengist til kennslu væri naumt skammtaður.

Fram kom að með styttingu náms til stúdentsprófs hefði vægi sögukennslu í kjarna minnkað og dregið hefði úr vali nemenda.

Formaður Félags sögukennara sagði að þau sextán ár sem hún hefur kennt sögu hefði engin ný kennslubók í greininni komið út á íslensku.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert