Vilja fá skýrslu ráðherra um læsi

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nítján þingmenn úr fimm stjórnmálaflokkum hafa óskað þess að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, flytji Alþingi skýrslu um læsi.

Fyrsti flutningsmaður er Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Vilja þingmennirnir m.a. að í skýrslunni verði fjallað um gögn um læsi á Íslandi og þróun læsis frá aldamótum hvað varðar almennan lesskilning og enn fremur um læsi nemenda í stærðfræði og náttúruvísindum. Einnig hvaða úrræði þeim standa til boða sem eiga í lestrarerfiðleikum.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert