Þingið skoðar stöðu TikTok

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir að verið sé að afla …
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir að verið sé að afla upplýsinga frá þingum í nágrannalöndum um afstöðu til samfélagsmiðilsins TikTok. Samsett mynd

„Við erum einmitt að afla upplýsinga frá þingum í nágrannalöndum, auk þess sem verið er að fara yfir stöðuna af hálfu skrifstofunnar,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins hvort þingið hafi í hyggju að banna snjallsímaforritið TikTok í vinnutækjum starfsmanna þingsins.

Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að Evrópuþingið hefði gefið út tilmæli til starfsfólks síns um að eyða forritinu af þeim tækjum sem það notar í vinnuskyni.

Evrópuþingið fylgir þar með í fótspor danska þingsins, sem óskaði eftir því á þriðjudaginn að þingmenn og starfsfólk þingsins fjarlægðu forritið, auk þess sem bandarísk og kanadísk stjórnvöld ákváðu á mánudaginn að opinberir starfsmenn yrðu að fjarlægja forritið af vinnutækjum sínum.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert