Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur leitað í dag vegna líkamsárásar sem framin var við Glæsibæ í dag beitti hníf við árásina.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Jafnframt kemur fram að þolandi árásarinnar hafi hlotið minniháttar meiðsli.
Lögreglan hefur stöðvað nokkra ökumenn í dag vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig hafa nokkrir ökumenn verið teknir fyrir ölvun.
Þá var tilkynnt um innbrot í hverfi 110 og þjófnaði í hverfi 101.