Brotist var inn í fjölskyldu- og húsdýragarðinn í nótt en innbrotsþjófurinn forðaði sér á hlaupum áður en lögregla kom á staðinn, að segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Einnig var brotist inn í söluturn í hverfi Bústaðahverfi, en ekki er vitað hversu miklu var stolið.
Þá var maður handtekinn vegna líkamsárásar á hóteli í Hafnarfirði og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á bráðamóttöku en ekki vitað um meiðsli hans.
Töluvert var um það í nótt að lögregla þyrfti að hafa afskipti af fólki vegna ölvunar eða jafnvel handtaka fólk sem var til vandræða. Kona var meðal annars handtekin og vistuð í fangaklefa þar sem hún var til vandræða í og við sjúkrabíl fyrir utan bráðamóttökuna í Fossvogi.
Maður var til vandræða á veitingastað í Garðabæ en málið var leyst með því að honum var ekið heim.
Þá var manni vísað út af hóteli í miðbænum þar sem hann var til vandræða. Maðurinn er ekki velkominn aftur á hótelið og þurfti að finna sér annan stað til að gista á.
Maður sem var ofurölvi í leigubíl handtekinn og vistaður í fangaklefa. Maðurinn gat hvorki greitt fyrir farið né gefið upp hvert hann vildi láta aka sér