Hlé verður gert á leitinni að Stefáni Arnari Gunnarssyni fram á mánudag nema að nýjar vísbendingar berist lögreglu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði hans í dag, en án árangurs.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Eins og í gær var leitað á og við Álftanes. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut áfram aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarmanna.
Einnig var notast við þyrlu, dróna, báta og kafara í dag.