Sjúkratryggingar Íslands krefja tvo tannréttingasérfræðinga um endurgreiðslur í tengslum við tannréttingar barna. Var þeim veitt viðvörun og niðurstaðan tilkynnt til embættis landlæknis. Í öðru tilfellinu er tannréttingasérfræðingurinn krafinn um endurgreiðslu upp á 24,4 milljónir króna og í hinu tilfellinu er krafist endurgreiðslu upp á 4,4 milljónir.
Sérfræðingarnir kærðu niðurstöðuna til heilbrigðisráðuneytisins en ráðuneytið vísaði báðum málunum frá á þeim grundvelli að ekki væri hægt að taka kæruna til efnislegrar meðferðar þar sem um ágreining um framkvæmd samnings sé að ræða.
„Með bréfi, dags. 12. apríl 2022, tilkynntu Sjúkratryggingar Íslands honum um eftirlit með tannréttingum barna gagnvart tannlæknum sem njóta greiðslna frá stofnuninni vegna mjög alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. Kom fram í bréfinu að stofnunin hygðist krefja kæranda um endurgreiðslu á 27.858.842 kr., en fjárhæðin væri byggð á reikningsgerð kæranda. Byggðist krafan á því að kærandi hefði greitt frá stofnuninni án þess að heimild hefði verið fyrir hendi,“ segir meðal annars í úrskurði ráðuneytisins.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.