Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að manni sem liggur undir grun vegna líkamsárásar við Glæsibæ.
Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.
Jóhann Karl segir lögreglu hafa verið kallaða til fyrir um klukkustund síðan. Lögregla hafi mætt á staðinn og sérsveit ríkislögreglustjóra með. Allir tiltækir bílar á svæðinu hafi verið kallaðir til.
Segir Jóhann Karl mann hafa orðið fyrir árás við Glæsibæ og í kjölfarið hafi hann verið fluttur á slysadeild. Hann hafi síðan lögreglu hver hafi ráðist á sig og þá hafi leit hafist.
Lögreglan hefur ekki fundið manninn en leitar hans nú víða í Reykjavík.