Nýr samningur FFR kynntur strax eftir helgi

FFR hefur undirritað nýjan samning.
FFR hefur undirritað nýjan samning. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yfirvinnubann FFR var afboðað síðdegis í gær. Formaður félagsins, Unnar Örn Ólafsson segir smiðshöggið sem hafi vantað loksins komið. Samningur hafi nú verið undirritaður.

Fyrr í vikunni lýsti Unnar því yfir að fundir hefðu verið gríðarleg vonbrigði. Það væri í raun ótrúlegt að félagsmenn væru ekki með undirritaðan samning. Hann segir nýtt tilboð hafa legið fyrir rétt fyrir klukkan 16.00 í gær þegar yfirvinnubann félaga hafi átt að hefjast. Nýr samningur hafi svo verið undirritaður stuttu síðar.

„Það er bara strax eftir helgi sem við förum í að kynna hann vítt og breitt um landið og svo fer hann í atkvæðagreiðslu,“ segir Unnar. Létt sé yfir mönnum eftir undirritunina og gott að málið sé afgreitt.

Ekki var útséð hversu mikil áhrif yfirvinnubannið gæti haft á flugsamgöngur. Líklegt þótti að yfirvinnubann myndi hægja á umferð farþega og flugi um Keflavíkurflugvöll.

Félagar FFR eru til dæmis flu­gör­ygg­is­verðir, raf­einda­virkj­ar, smiðir, flug­fjar­skipta­menn, flugvallar­eft­ir­lits­menn, skrif­stofu­fólk, flug­korta­gerðar­menn, radíó­eft­ir­lits­menn og kerf­is­stjór­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert