Nýtt met var sett í umferð í febrúar á hringveginum að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Umferðin reyndist vera 22% meiri en í sama mánuði í fyrra.
Mest jókst umferðin um Suðurland eða um tæp 35%. Fyrstu tvo mánuði ársins hefur umferðin aukist um rúmlega 17% á hringveginum.
Myndin hér að ofan var tekin í Lögbergsbrekku á fimmtudag, þar sem fallegt var um að litast þegar ekið var um. Nýr vegur var fyrir skemmstu opnaður og eru nú minnst tvær akreinar í báðar áttir.