Eins og rokkstjörnur í Taívan

Höfðaborg í Suður-Afríku er frábær staður fyrir myndabankaljósmyndara og fer …
Höfðaborg í Suður-Afríku er frábær staður fyrir myndabankaljósmyndara og fer Gunnar oft þangað í alls kyns ljósmyndaverkefni. ​ Ljósmynd/Gunnar Svanberg

Gunnar Svanberg Skúlason er líklega eini íslenski ljósmyndarinn sem sérhæfir sig í að mynda fyrir erlenda myndabanka. ­Starfið hefur leitt hann í ýmis ævintýri um víða veröld.

Allur kostnaður hjá þér

„Ég tek alveg enn þá myndir fyrir auglýsingar og það er alltaf gaman, en sinni svo mikið fyrirtækinu mínu,“ segir Gunnar og útskýrir að stundum framleiði hann myndir undir handleiðslu listrænna stjórnenda fyrirtækja, en oftar en ekki finni hann sér sjálfur verkefni og selji í gegnum myndabankana.

Hér ræðir Gunnar við stílista fyrir töku, en oft ræður …
Hér ræðir Gunnar við stílista fyrir töku, en oft ræður hann til sín fjölda manns; fyrirsætur og aðstoðarfólk.

„Þetta er eins og með tónlist; fólk hendir lagi inn á Spotify og kannski fær það spilun og kannski ekki,“ segir hann og segir það sama gilda um að mynda fyrir myndabanka. Hann sendir myndina inn upp á von og óvon að einhver kaupi.

„Allur kostnaður er hjá þér. Þetta er eins og píramídi; neðst eru allir, þar sem ódýrt er að vera. Jafnvel fólk sem myndar á síma. Það taka allir eina góða mynd annað slagið og þar eru milljónir manns sem þú keppir við. Þetta er harður bransi,“ segir Gunnar og segir að því dýrari sem framleiðsla myndanna er, því færri séu um hituna.

Fyrirsætur eru notaðar í myndatökur Gunnars fyrir myndabankanna. Oftast veit …
Fyrirsætur eru notaðar í myndatökur Gunnars fyrir myndabankanna. Oftast veit hann ekki fyrirfram hvað selur og hvað ekki.

Þetta var algjört hálmstrá

Hvert er eftiminnilegasta verkefni sem þú hefur tekið að þér?

„Það eru auðvitað forréttindi að fá að ferðast um allan heiminn og kynnast skemmtilegu fólki en ef ég ætti að nefna eitthvað sem stendur upp úr, þá man ég eftir því þegar við vorum í Taívan í spítalatöku. Framleiðandinn okkar úti var búinn að lofa okkur að finna spítala, en það gekk svo alls ekki. Hún var búin að hringja á spítala á allri eyjunni og ekkert gekk,“ segir Gunnar og segir að þá hafi góð ráð verið dýr.

Gunnar hefur leigt spítala til að ná góðum myndum sem …
Gunnar hefur leigt spítala til að ná góðum myndum sem síðar tryggingarfélög, sjúkrahús eða bankar gætu keypt. Ljósmyndir/Gunnar Svanberg

„Ég mundi þá eftir að ég átti einn vin úr náminu í Mílanó sem var frá Taívan. Ég fann hann á netinu og hringdi í kauða. Þetta var algjört hálmstrá. Hann átti þá vin hinum megin á eyjunni sem var læknir og hann hafði samband við hann. Daginn eftir vorum við mættir þvert yfir eyjuna í risastóran og geggjaðan spítala. Það var haldinn kynningarfundur fyrir okkur þar sem öll stjórnin mætti. Það var eins og við værum hefðarfólk eða rokkstjörnur,“ segir Gunnar og hlær.

Gunnar fékk höfðinglegar móttökur á sjúkrahúsi í Tavían en minnstu …
Gunnar fékk höfðinglegar móttökur á sjúkrahúsi í Tavían en minnstu munaði að ferðin yrði fýluferð.

„Spítalinn hafði sett allt á fullt og starfsfólkið var búið að redda tuttugu módelum og auk þess voru þau tilbúin að vinna fyrir okkur. Og allt þetta fékk ég í gegnum gamla námsmannatengingu!“

Ítarlegt viðtal er við Gunnar Svanberg í Sunudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert