Hlýindin yfirgefa landið

Kólnandi veður er í kortunum.
Kólnandi veður er í kortunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag má gera ráð fyrir norðaustan 5 til 13 m/s og éljagangi norðan- og austanlands og jafnvel syðst á landinu, en þurrt á Suðvesturlandi. Það kólnar smám saman og verður frost á bilinu 0 til 5 stig, en frostlaust sunnan heiða framundir kvöld.

Hlýindin eru því á undanhaldi í bili, norðlæg átt tekur völdin og útlit er fyrir talsvert frost víða um land þegar líða tekur á vikuna.

Á morgun má búast við norðaustan 5 til 13 m/s en hægari norðaustantil. Él á Norðaustur- og Austurlandi en léttskýjað sunnan- og vestantil. Frost verður 3 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Veðurhorfur næstu daga: 

Á þriðjudag:
Norðlæg átt 8-15 m/s og éljagangur, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Frost 3 til 10 stig.

Á miðvikudag:
Norðan 5-13 og bjartviðri, en svolítil él á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Norðaustan 8-15 en heldur hvassara norðvestantil. Éljagangur um landið norðan- og austanvert en annars úrkomulítið. Frost 3 til 10 stig.

Á föstudag og laugardag:
Útlit fyrir áframhaldandi norðlæga átt með éljum, en lengst af þurrt á sunnanverðu landinu. Kalt í veðri.

Veður á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert