Margir ráku upp stór augu

Hiti færðist í leikinn eftir sem leið á auglýsinguna.
Hiti færðist í leikinn eftir sem leið á auglýsinguna. Skjáskot

Óhætt er að segja að margir hafi rekið upp stór augu í auglýsingahléinu á meðan beðið var eftir að kynnt yrði hvaða tvö atriði myndu mætast í einvíginu í Söngvakeppni sjónvarpsins í gær.

Í fyrstu auglýsingu hlésins mátti sjá ungt par ganga saman inn í íbúð og kyssast á meðan heyra mátti ábreiðu hljómsveitarinnar Bjartna Sveiflna á sígildu lagi Sálarinnar Þú fullkomnar mig. 

Lét parið ekki staðar numið þegar inn var komið heldur færðist meiri hiti í leikinn þar til klippt var til annars pars í svipuðum gír.

Skot af fleiri pörum bættust í hópinn og enn færðist hiti í leikinn, auk þess sem pörin urðu fjölbreyttari. Á einum tímapunkti mátti hreinlega sjá fólk í miðjum samförum bregða fyrir á skjánum.

Sjá mátti fólk af hinum ýmsu kynjum kyssast.
Sjá mátti fólk af hinum ýmsu kynjum kyssast. Skjáskot

Elskum öll

Um er að ræða nýja markaðsherferð fjarskiptafélagsins Nova, undir yfirskriftinni Elskum öll. Miðar herferðin að því að elska skuli náungann, óháð kynhneigð, kynþætti eða kynvitund.

„Væri ekki lífið fullkomið ef við elskuðum öll?,“ er haft eftir Katrínu Aagestad Gunnarsdóttur, markaðsstjóra Nova, í bloggfærslu um herferðina.

Kveður fyrirtækið herferðina tilkomna vegna aukinnar skautunar (e. polarization) á samfélagsmiðlum síðustu ár.

Óháð því hvort fólki líkaði auglýsingin eður ei, er óhætt að segja að hún hafi vakið athygli:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert