Margir ráku upp stór augu

Hiti færðist í leikinn eftir sem leið á auglýsinguna.
Hiti færðist í leikinn eftir sem leið á auglýsinguna. Skjáskot

Óhætt er að segja að marg­ir hafi rekið upp stór augu í aug­lýs­inga­hlé­inu á meðan beðið var eft­ir að kynnt yrði hvaða tvö atriði myndu mæt­ast í ein­víg­inu í Söngv­akeppni sjón­varps­ins í gær.

Í fyrstu aug­lýs­ingu hlés­ins mátti sjá ungt par ganga sam­an inn í íbúð og kyss­ast á meðan heyra mátti ábreiðu hljóm­sveit­ar­inn­ar Bjartna Sveiflna á sí­gildu lagi Sál­ar­inn­ar Þú full­komn­ar mig. 

Lét parið ekki staðar numið þegar inn var komið held­ur færðist meiri hiti í leik­inn þar til klippt var til ann­ars pars í svipuðum gír.

Skot af fleiri pör­um bætt­ust í hóp­inn og enn færðist hiti í leik­inn, auk þess sem pör­in urðu fjöl­breytt­ari. Á ein­um tíma­punkti mátti hrein­lega sjá fólk í miðjum sam­förum bregða fyr­ir á skján­um.

Sjá mátti fólk af hinum ýmsu kynjum kyssast.
Sjá mátti fólk af hinum ýmsu kynj­um kyss­ast. Skjá­skot

Elsk­um öll

Um er að ræða nýja markaðsher­ferð fjar­skipta­fé­lags­ins Nova, und­ir yf­ir­skrift­inni Elsk­um öll. Miðar her­ferðin að því að elska skuli ná­ung­ann, óháð kyn­hneigð, kynþætti eða kyn­vit­und.

„Væri ekki lífið full­komið ef við elskuðum öll?,“ er haft eft­ir Katrínu Aagestad Gunn­ars­dótt­ur, markaðsstjóra Nova, í blogg­færslu um her­ferðina.

Kveður fyr­ir­tækið her­ferðina til­komna vegna auk­inn­ar skaut­un­ar (e. pol­arizati­on) á sam­fé­lags­miðlum síðustu ár.

Óháð því hvort fólki líkaði aug­lýs­ing­in eður ei, er óhætt að segja að hún hafi vakið at­hygli:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert