Skjálfti upp á 3,4 við Herðubreið

Herðubreið.
Herðubreið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Skjálfti upp á 3,4 varð við Herðubreið á sjöunda tímanum í kvöld. Mældust nokkrir minni skjálftar í kjölfarið en lognuðust fljótt út af.

Sigríður Kristinsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að töluverð virkni hafi verið á svæðinu síðan um áramótin, sem líklegast skýrist af landrisinu í Öskju.

„Það gætu verið þarna tengsl á milli – að það hafi áhrif á spennustigsbreytingar við Herðubreið.“

Að því sögðu þurfi litlir skjálftar sem þessir ekki að þýða neitt sérstaklega.

„Þetta eru bara nokkrir litlir skjálftar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert