Stjarneðlisfræðin heillaði trúlausa konu

Kristjana Björnsdóttir er nýútskrifuð sem stjarneðlisfræðingur.
Kristjana Björnsdóttir er nýútskrifuð sem stjarneðlisfræðingur. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við lifum á spennandi tímum og spurningar um líf í alheimi eru áleitnar,“ segir Kristjana Björnsdóttir í Mosfellsbæ sem er nýbakaður stjarneðlisfræðingur.

„Mér hefur alltaf fundist áhugavert að horfa til tungla og stjarna á himni. Magnað er að hugsa til þess hve margar stjörnur og vetrarbrautir eru þarna úti, en að sama skapi er nánast hrollvekjandi hve alheimurinn er risastór og hvað við erum lítil. Kannski eru spurningar um þetta helst skyldar við heimspeki og guðfræði, en raunvísindin eiga þó betur við trúlausa konu.“

Þróun í veröld vísinda

Alls 505 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi brautskráðust frá Háskóla Íslands á dögunum. Athygli þar vakti útskrift nemenda í stjarneðlisfræði, sem kennd er við verk- og náttúruvísindasvið. Í veröld vísinda er stjörnufræðin í örri þróun. Uppi í geimnum eru til dæmis Hubble og James Wedd; sjónaukar gefa mikla möguleika í rannsóknum.

„Á unglingsárum fannst mér áhugavert að horfa á myndbönd á netinu um geiminn og hinar ýmsu kenningar. Við val á háskólanámi fann ég að nám í eðlisfræði með áherslu á stjarnvísindi væri fyrir mig,“ segir Kristjana.

Lokaritgerð sína við HÍ skrifaði Kristjana undir leiðsögn Páls Jakobssonar prófessors. Fjallaði þar um útvarpsbylgjur frá fjarlægum vetrarbrautum. Í haust tekur við framhaldsnám við háskólann í Leiden í Hollandi.

Lesa má allt viðtalið við Kristjönu í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert