Þrír bílar lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi

Áreksturinn varð á milli Hveragerðis og Selfoss.
Áreksturinn varð á milli Hveragerðis og Selfoss. mbl.is/Sigurður Bogi

Þrír bílar lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi á milli Hveragerðis og Selfoss um klukkan 11.30 í dag. Sex farþegar voru í bílunum þremur. 

Þetta staðfestir Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. 

Vísir greindi fyrst frá

Allir farþegar voru fluttir á slysadeild til skoðunar í öryggisskyni, en Þorsteinn segir þá hafa hlotið minniháttar meiðsl. 

Bílarnir hafi komið úr gagnstæðri átt en rannsókn muni leiða í ljós hvað nákvæmlega átti sér stað.  

Veginum var lokað um stund vegna slyssins en hefur nú verið opnaður aftur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert