Mannsins sem sem grunaður er um líkamsárás þar sem hníf var einnig beitt við Glæsibæ í gær er enn leitað.
Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.
Hann segir tvo menn liggja undir grun vegna málsins en báðir eru þeir undir þrítugu. Þá sé árásin ekki metin sem alvarleg en fórnarlamb árásarinnar hafi hlotið minniháttar áverka.
Lögreglan var kölluð til um klukkan 15.30 í gær vegna árásarinnar. Allir tiltækir lögreglubílar á svæðinu voru boðaðir á vettvang ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra.