Beint: Þjóðfundur um framtíð skólaþjónustu

Ásmundur Einar flytur opnunarávarp.
Ásmundur Einar flytur opnunarávarp. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þjóðfundur um framtíð skólaþjónustu hefst klukkan níu í Silfurbergi í Hörpu. 

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, flytur opnunarávarp en meðal þeirra sem halda erindi eru Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu, Donata Honkomicz Bukowska, kennari og sérfræðingur hjá ráðuneytinu, og Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Meðal þess sem rætt verður er skólaþjónustan og hlutverk nýrrar Menntamálastofnunar.

Hægt verður að fylgjast með beinu streymi hér að neðan:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert