Björgunarsveitir við leit á Eskifirði

Einstaklingurinn er íbúi á Eskifirði.
Einstaklingurinn er íbúi á Eskifirði. Ljósmynd/Gungör Tamzok

Leit stendur yfir af íbúa á Eskifirði sem ekkert hefur spurst til. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu eru 12 manns úr þremur björgunarsveitum við leit og hófst hún fyrr í dag.

Mannsins hefur verið saknað „í einhverja daga,“ að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 

Leitað hefur verið í bænum og siglt meðfram strandlengjunni. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir um málið að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert