Morgunblaðið bætir lítillega við sig í lestri frá síðustu Gallupkönnun en færri lesa Fréttablaðið. Hefur meðallestur Fréttablaðsins farið úr 28,2% i desember í 14,5% í febrúar. Á sama tíma hefur meðallestur Morgunblaðsins vaxið um rúm 3% og er nú 19,1%.
Þetta er það sem kemur fram í nýjustu könnun Gallup á lestri dagblaða.
Tilkynnt var um það í byrjun árs að Fréttablaðinu yrði ekki dreift á heimili heldur látið standa á fjölförnum stöðum.
Í hópi þeirra dagblaða sem koma út einu sinni í viku eru engar upplýsingar um lestur Bændablaðsins en meðallesturinn var 26% í desember. Meðallestur á Heimildinni var 8,7%.