Í dag er norðlæg átt, 5 til 13 m/s en 10 til 15 m/s suðaustan til. Það mun lægja um norðvestanvert landið. Éljagangur á Norðaustur- og Austurlandi en léttskýjað sunnan og vestan til, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.
Frost verður á bilinu 3 til 10 stig en kaldast inn til landsins. Engar hitatölur eru í kortunum út vikuna.
Í fyrramálið hvessir, norðan og norðaustan 10 til 18 m/s. Éljagangur um landið norðan- og austanvert, annars yfirleitt þurrt. Hiti breytist lítið.