Hornfirðingur sá úrslitin fyrir

Tippari frá Vestmanaeyjum sem styður ÍBV, eins og það er orðað í tilkynningu frá Íslenskri getspá, var með alla þrettán leikina rétta á enska getraunaseðlinum á laugardaginn. 

Þrítryggði hann fimm leiki á seðlinum og tvítryggði tvo. Fyrir seðilinn greiddi hann 12.636 krónur og fékk 900 þúsund krónur í vinning. 

Á sunnudaginn má segja að tippari á Höfn í Hornafirði hafi gert enn betur. Hann var alla leikina rétta á getraunaseðlinum á sunnudaginn og fékk 850 þúsund krónur í vinning. tipparinn sem styður Sindra á Hörnafirði var hins vegar ekki með neinn leik þrítryggðan. Tvítryggði hann sex leiki og greiddi 832 krónur fyrir miðann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert