Jarðskjálfti upp á 3,9 við Herðubreið

Skjálftavirkni er við Herðubreið.
Skjálftavirkni er við Herðubreið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Jarðskjálfti upp á 3,9 mældist rétt norðan við Herðubreið klukkan 20.20. Nokkur virkni hefur verið í kringum Herðubreið í gær og í dag.

Um er að ræða þekkt jarðskjálftasvæði og nokkur virkni hefur mælst í vetur. Talið er að skjálftarnir gætu tengst landrisi við Öskju.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands þykir aukin skjálftavirkni nærri Öskju gefa til kynna auknar líkur á eldgosi. En eins og sakir standa er þó meiri virkni við Herðubreið.

Uppfært: Í fyrstu frétt var skjálftinn sagður upp á 3,1 og helgast það af því að tvö þriggja kerfa Veðurstofunnar sýna að skjálftinn hafi verið upp á 3,1 en eitt kerfanna segir 3,9. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert