Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar hafa undirritað samning um að nýtt hjúkrunarheimili sem byggt verði á Akureyri verði fyrir 80 íbúa í stað 60 eins og áður hafði verið ákveðið.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að heimilið verði tilbúið til notkunar árið 2026, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
Áætlaður heildarkostnaður nemur tæpum 4,3 milljörðum króna en 85% á að greiðast úr ríkissjóði og 15% greiðir Akureyrarbær.